Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 10:00

Champions Tour: Langer tók Schwab Cup 3. árið í röð

Þýski kylfingurinn Bernhard Langer varð nú um helgina stigameistari á öldungamótaröð PGA Tour eða Champions Tour eins og mótaröðin er kölluð.

Þetta er 3. árið í röð sem Langer hlotnast stigameistaratitill öldungamótaraðarinnar.

Fyrir það hlýtur hann Schwab bikarinn svonefnda, The Schwab Cup.  Hér má sjá viðtal við Langer eftir að hafa unnið Schwab Cup og orðið þrefaldur stigameistari SMELLIÐ HÉR: 

Lokamót öldungamótaraðarinnar ber einnig nafn Schwab, en þar sigraði hins vegar gamla brýnið Paul Goydos á samtals 15 undir pari, meðan Langer dugði 2. sætið þar, sem hann tók á 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Cup Championship með því að SMELLA HÉR: