Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 09:00

Heimslistinn: Alex Norén kominn upp í 9. sætið!!!

Sænski kylfingurinn Alex Norén fór upp um 8 sæti eða úr 17. sæti heimslistans, sem hann var í, í síðustu viku og upp í topp-10 heimslistans eða nánar tilgreint í 9. sæti, eftir glæsilegan sigur á Nedbank Golf Challenge, sem er 4. sigur hans í ár!!!

Þetta er í fyrsta skiptið sem Norén á fer á topp-10 á heimslistanum og í fyrsta skipti sem tveir sænskir kylfingar eru á sama tíma á topp-10 heimslistans!!!

Litlar breytingar eru að öðru leyti meðal efstu manna á topp-10; það er fyrst í 6. sætinu; þar hefir Adam Scott sætaskipti við Hideki Matsuyama; fer úr 6. niður í það 7. og Hideki að sama skapi úr 7. upp í það 6.

Alex kemur eins og segir úr 17. og Bubba fer við það niður um eitt sæti og Danny Willett dettur af topp-10, í 11. sætið.

Annars er staðan á heimslistanum eftirfarandi:

1 Jason Day

2 Rory McIlroy

3 Dustin Johnson

4 Henrik Stenson

5 Jordan Spieth

6 Hideki Matsuyama

7 Adam Scott

8 Patrick Reed

9 Alex Norén

10 Bubba Watson