Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 06:30

Dawn Coe-Jones látin 56 ára

Dawn Coe-Jones, sem er í kanadísku frægðarhöll kylfinga og sigraði þrívegis á LPGA Tour, dó s.l. laugardag 12. nóvember 2016 eftir 8 mánaða baráttu við krabbamein.

Coe-Jones var 56 ára, fædd 19. október 1960 í Campbell River, BC, Kanada.

1-a-dawn

Dawn Coe Jones lést á spítala nálægt heimili sínu í Tampa. Hún greindist með beinkrabba á þessu ári.

Kanadíski kylfingurinn Gail Graham sagði eftirfarandi um löndu sína og fyrrum félaga á LPGA:

Dawn var frábær keppnismanneskja og fyrirmynd í yfir 25 ár á LPGA Tour.“

Annar kylfingur í frægðarhöll kanadískra kylfinga, Sandra Post sagði eftirfarandi um Dawn Coe-Jones:

Ánægja hennar og jákvæðni gagnvart lífinu verður nokkuð sem allir sakna sem þekktu hana.“

Dawn Coe-Jones var frá  Lake Cowichan í British Columbia, í Kanada og hún lék á LPGA Tour á árunum 1984 til 2008.

Dawn Coe Jones

Dawn Coe Jones

Hún vann sér inn $3.3 milljónir og átti 44 topp-10 árangra.

Dawn snerti líf svo margra,“ sagði Graham, sem spilaði með Coe-Jones í háskólagolfinu í Lamar University og á LPGA Tour. „Hún var alltaf sú sem hafði áhyggjur af öðrum.“

Coe-Jones sigraði á LPGA Tour mótinu Women’s Kemper Open árið 1992; á LPGA Palm Beach Classic 1994 og Tournament of Champions 1995. Hún sigraði líka í Canadian Women’s Amateur 1983.

Annika Sörenstam tvítaði einnig eftirfarandi um fyrrum félaga sinn á LPGA Tour:

Svo leið að heyra um lát Dawn Coe Jones. Hún var sönn keppniskona og sendiherra leiksins. Hennar verður saknað. Hvíl í friði.“

Eftirlifandi eru nánustu aðstandendur Coe-Jones, eiginmaður hennar James Edward Jones, sonurinn Jimmy Jones, og bræður Dawn, Mark og John Coe.