Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 21:30

Hvað var í sigurpoka Perez?

Pat Perez var nú í þessu að vinna sigur á OHL Classic, móti vikunnar á PGA mótaröðinni.

Alltaf forvitnilegt að skoða í pokann hjá sigurvegurunum og  poki Perez vekur athygli fyrir hversu blandaður hann var, þ.e. bæði Callaway og TaylorMade kylfur, allt eftir hvað Perez finnst best að nota.

Eftirfarandi verkfæri voru í poka Perez:

Dræver: TaylorMade M2 (Mitsubishi Tensei Pro White 70 TX), 9.5°

3-tré: TaylorMade M2, 15°

Blendingur: Callaway Big Bertha Alpha 815, 18°

Járn (3-4): PXG 0311XF; (5-9): PXG 0311; (PW): Callaway MD3 Milled

Fleygjárn: Callaway MD3 Milled (52°); Callaway Mack Daddy PM Grind

Pútter: Odyssey Versa Jailbird

Bolti: Titleist Pro V1