Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2016 | 08:00

LET: Munaði 1 höggi að Ólafía kæmist g. niðurskurð á Indlandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurð á Hero Women´s Indian Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour).

Ólafía lék samtals á 11 yfir pari, 155 höggum (76 79) og munaði 1 höggi að hún næði niðurskurði, sem miðaður var við 10 yfir pari eða betra.

Á hringnum í dag fékk Ólafía 3 skramba (m.a.s. fjórfaldan skolla á dýrkeyptri par-5 4. holunni), 1 skolla og tók ósköpin tilbaka með 2 fuglum en það dugði ekki; hún lék á 7 yfir pari.

Það er heimakonan Aditi Ashok sem leiðir mótið á samtals 3 undir pari, þannig að lítið er um lág skor.

Sjá má stöðuna á Hero Women´s Indian Open með því að SMELLA HÉR: