Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2016 | 10:40

LET: Ólafía Þórunn á 4 yfir pari e. 1. dag í Delhi

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tekur þátt í LET móti vikunnar, Hero Women´s Indian Open, en spilað er á DLF G&C, í Delhi, höfuðborg Indlands.

Ólafía lék 1. hringinn á 4 yfir pari vallar, 76 höggum.

Ólafía er í 42. sæti af 113 þátttakendum.

Fjórar eru sem stendur í forystu á 2 undir pari, 70 höggum: Ursula Wikström frá Svíþjóð; Anne-Lise Caudal frá Frakklandi; Florentyna Parker frá Englandi og Christine Wolf frá Austurríki.

Sjá má stöðuna á Hero Women´s Indian Open e. 1. dag með því að SMELLA HÉR: