Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2016 | 10:30

PGA: Hoffman lætur reiðina bitna á farsímum

Einn PGA Tour kylfingurinn var virkilega reiður á 1. hring OHL Classic á Mayakoba, þar sem var Charley Hoffman.

Hann var á parinu og er T-70, 8 höggum á eftir forystumanninum, Chris Kirk.

Í reiði sinni sló hann í golfpoka sinn …. þ.e.a.s. áður en rann upp fyrir honum að farsímar hans og kylfusveins hans voru í pokanum.

Og eitthvað varð undan að láta, báðir símarnir skemmdust í geðluðrukasti Hoffman.

Ég braut loksins eitthvað á þessu ári!“ skrifaði Hoffman síðan á einum félagsmiðlanna (Instagram). „…. og það var ekki par! Úps.“

Sem betur fer sá hann fyndnu hliðina á öllu saman, en ekki er víst að kylfusveini hans hafi fundist þetta tiltæki Hoffman jafnfyndið.