Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2016 | 13:00

Martin Kaymer vill erfiðari velli

Martin Kaymer telur að golfvellir PGA Tour og Evróputúrnum séu settir upp allt of auðvelt – en á sama tíma viðurkennir hann að hann hafi átt í vandræðum með stutta leikinn og það hafi komið í veg fyrir að hann sigri.

Hinn 31 árs gamli Kaymer hefir átt stöðugt tímabil – hann hefir 8 sinnum verið meðal efstu 10 á Evróputúrnum en hefir ekki tekist að sigra frá því að hann halaði inn 2. risamótssigri sínum 2014 á Opna bandaríska.

Ég myndi elska það ef vellirnir væru erfiðari,“ sagði Kaymer.

Fyrir Nedbank Golf Challenge, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og hófst í dag, sagði Kaymer – sem var ekkert sérstakur í 17-11 tapi liðs Evrópu fyrir liði Bandaríkjanna í Rydernum – að hann tryði því að ef vellirnir væru erfiðari myndi það hjálpa honum að næla sér í 11. Evróputúrstitil sinn.

Fyrir mig sem kylfing, þá myndi ég elska að spila á erfiðari völlum en þessa dagana eru þeir of auðveldir fyrir strákana á PGA og Evróputúrnum,“ sagði Kaymer.

Það er orðið nokkuð síðan að ég hef sigrað á Evróputúrnum. En ég veit hverjar ástæðurnar eru og það er ástæðan fyrir að ég hef ákveðið að fara aftur til Bandaríkjanna í vetur og æfa stutta spilið betur, vegna þess að það er aðallega það sem er að hjá mér. „

Maður verður að setja niður pútt eins og vitleysingur,“ sagði Kaymer.

Ég er búinn að eiga fullt af topp-10 áröngrum, en til þess að að fara yfir vinningslínuna eða a.m.k. eiga tækifæri á því á sunnudeginum þá verður stutta spilið að vera beittara. Það er þess vegna sem ég ætla að einbeita mér meira að því.

Það er að batna (stutta spilið hjá Kaymer) en það er ekki eins gott og hjá strákunum. Þessa dagana er ég hins vegar að slá vel. En á þeim völlum sem við höfum spilað á að undanförnu þarf maður að setja niður pútt eins og vitleysingur, 25, 26 pútt til að sigra. Ég er með að meðaltali 29 eða 30.“

Þrátt fyrir alla topp-10 árangrana þá hefir Kaymer meirihluta ársins 2016 verið utan topp-50 á heimslistanum. Hann fór eins langt niður og í 64. sætið í maí 2016 sem er það lægsta sem hann hefir farið síðan í janúar 2008.

Það er vonandi að 2017 verði Þjóðverjanum betra og að hann nái að koma stutta spilinu, sérstaklega púttunum í lag!!!