Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Fylgist með Nedbank Golf Challenge hér!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Nedbank Golf Challenge.

Mótið fer fram í Gary Player CC í Sun City í Suður-Afríku og er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar við Sólskinstúrinn suður-afríska.

Margir frábærir kylfingar taka þátt og nú snemma dags eru heimamaðurinn George Coetzee og Filipe Aguilar frá Chile  í forystu.

Aðrir fylgja fast á hæla þeirra; kylfingar á borð við Victor Dubuisson frá Frakklandi, Englendingurinn Ross Fisher ofl.

Fylgjast má með gengi kylfinga á Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: