Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2016 | 23:59

Facebook leikur Ólafíu Þórunnar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stendur fyrir skemmtilegum facebook leik þar sem hún ætlar að gefa 6 Bubo-myndir með hvatningarorðum til kylfinga.

Á facebooksíðu Ólafíu sem komast má á með því að SMELLA HÉR: má taka þátt.

Hér er það sem hún skrifar um leikinn á facebook síðu sinni:

FACEBOOK leikur! <3
Útaf frábærum stuðningi ykkar síðustu daga ætla ég að gefa 6 Bubo-myndir!!!

Það sem þú þarft að gera:
– Læka íþróttasíðuna mína
– Fylgja mér á instagram: olafiakri
– Deila fyrir þá feimnu EÐA Tagga vin/vinkonu/fjölskyldumeðlim og skrifa hrós til þeirra hér að neðan, hversu mikilvæg þau eru fyrir þig, hvað þau hafa staðið sig vel, eitthvað jákvætt í þeim anda.
– Báðir aðilar fá mynd ef þú ert dreginn út.