Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Pampling?

Rod Pampling sigraði s.s. flestir golfáhugamenn vita á Shriners Hospitals for Children Open.  Hann átti frábæran fyrsta hring sem lagði grundvöllinn að sigrinum upp á  11-undir pari 60 högg og lauk síðan keppni með stæl með því að setja niður 11 metra fuglapútt á 18. flöt og innsiglaði þar með fyrsta sigurinn á PGA Tour í 10 ár.

Eftirfarandi verkfæri voru í poka Pampling:

Dræver: TaylorMade M2 (UST Mamiya Elements Proto PR6F4 skaft), 10.5°.

3-tré: Taylormade M1 T3 (UST Mamiya Elements 8F4T skaft), 14°.

Utility járn: Ping Crossover (3-járn; Project X HZRDUS Red 85g 6.5 skaft).

Járn: Srixon Z-Forged (4-PW; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 130S sköft).

Fleygjárn: Cleveland RTX 2.0 (50°og 55°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköft), Cleveland Reg. 588 (60°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft).

Pútter: Scotty Cameron Newport 2 Mid.

Bolti: Srixon Z-Star.