Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Rod Pampling?

Rod Pampling sigraði í gær, 6. nóvember 2016 á Shriners Hospital for Children Open.

Nafnið Pampling hljómar kunnuglega í eyrum margra en hefir upp á síðkastið ekki sést ofarlega á skortöflum golfmóta. Þannig að hver er kylfingurinn?

Rod Pampling

Rod Pampling

Rod(ney) Pampling fæddist þann 23. september 1969 í Redcliffe, Queensland í Ástralíu og er því 47 ára.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 22 árum eða árið 1994. Hann hóf ferilinn á Ástralasíu PGA túrnum, þar sem hann sigraði á Canon Challenge árið 1999.

Hann lék líka á NGA Hooters Tour, sem er minni golfmótaröð í Bandaríkjunum.

Árin 2000 og 2001 spilaði Pampling í 2. deild PGA Tour sem þá hét the Buy.com Tour, og nefnist nú Web.com Tour og hann stóð sig nógu vel seinna keppnistímabilið til þess að ávinna sér fullan keppnisrétt á PGA Tour.

Árið 1999 átti Pampling 71 högga hring á Carnoustie  1. hring Opna breska og var í forystu. En hann var á sögulegum 86 höggum 2. hringinn og komst ekki gegnum niðurskurð.

Pampling sigraði í fyrsta skipti á PGA Tour á The International árið 2004 og síðan sigraði í annað skipti árið 2006 á Bay Hill Invitational, en með því komst hann á topp-50 á heimslistanum.

Rod Pampling sigurvegari Australian Masters

Rod Pampling sigurvegari Australian Masters

Pampling hefir aðallega verið að spila heima í Ástralíu á sl. árum m.a. sigraði hann í Sportsbet Australian Masters í Huntingdale golfklúbbnum i Melbourne í nóvember 2008, þar sem hann vann Marcus Fraser í 3-holu bráðabana eftir að báðir kylfingar voru jafnir á  12-undir pari 276 höggum eftir hefðbundinn leik. Mótið taldi líka sem mót á Evróputúrnum, þannig að Pampling hlaut 2 ára keppnisrétt á Evróputúrnum.

Eftir erfitt ár 2010 spilaði Pampling 2011 keppnistímabilið með takmarkaðan spilarétt sem fyrrum sigurvegari á túrnum og fleytti sér áfram á boðum styrktaraðila.

Pampling hlaut ævilangan spilarétt á AT&T National úr hendi mótsstjórans Greg McLaughlin eftir að þakka hverjum og einum styrktaraðila í eigin persónu, sem veitti honum spilarétt á 2011 keppnistímabilinu.

Pampling klóraði sig síðan áfram í 124. sæti á peningalista PGA Tour og hlaut kortið sitt  með aðeins $2,000 forskot á næsta keppanda. Hann varð síðan 127. á peningalistanum eftir 2012 keppnistímabilið og rétt missti PGA Tour kortið sitt, en þá munaði $26,617 á vinningsfé. Á árunum 2013 – 2015 hefir Pampling sveiflast milli þess að spila á PGA Tour og Web.com Tour.

Nú er 3. sigurinn á PGA tour í höfn, en því fylgir væntanlega spilaréttur á PGA Tour næstu 2 árin.

Besti árangur Pampling í risamóti er T-5 árangur á Masters árið 2005. Alls hefir Pampling sigrað í 7 stórmótum; 3 á PGA Tour, 1 sinni á Evróputúrnum; 2 sinnum á Ástralasíu túrnum og 1 sinni á Web.com.

Pampling býr bæði í Ástralíu og Bandaríkjunum; þ.e.  í Brisbane, Ástralíu og í Flower Mound í  Texas, Bandaríkjunum.