Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU Úrtökumót f. Evróputúrinn: Erfiðir lokahringir framundan hjá Guðmundi, Haraldi og Þórði
Hér fyrr í kvöld hefir verið ritað um Andra Þór Björnsson, sem er einn af fjórum, sem komust í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, en allir leika GR-ingarnir á fjórum mismunandi keppnisvöllum á Spáni. Keppni á 2. stigi úrtökumótsins fer fram dagana 4.-7. nóvember. Búast má við því að 20 efstu á hverjum velli fyrir sig komist áfram á lokastigið.
Andra Þór hefir gengið best en útlitið er heldur erfiðara er hjá hinum 3:

Þórður Rafn. Mynd: GSÍ
Þórður Rafn Gissurarson keppir á Campo de Golf El Saler vellinum við Valencia en þetta er í annað sinn sem Þórður Rafn kemst inn á 2. stig úrtökumótsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Þórður keppir á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Þórður keppti í fyrsta sinn árið 2009 en hann komst í gegnum 1. stigið árið 2014 en féll úr keppni á 2. stiginu.
Þórður Rafn er samtals búinn að spila á er á samtals 8 yfir pari (77 75 72) og er hann í 68. sæti eftir 3 keppnisdaga.
Sjá má stöðuna hjá Þórði með því að SMELLA HÉR:

Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Haraldur Franklín Magnús keppir á Panoramica Golf & Sport Resort sem er ekki langt frá Tarragona svæðinu á Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur reynir við úrtökumót Evrópumótaraðarinnar. Haraldur Franklín hefur nú þegar tryggt sér takmarkaðann keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni.
Haraldur Franklín hefir samtals spilað á 1 undir pari, 217 höggum (76 70 71). Hann er í 56. sæti fyrir þriðja hringinn.
Sjá má stöðuna hjá Haraldi Franklín með því að SMELLA HÉR:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppir á Lumine Golf & Beach Club við Tarragona rétt við Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst keppir á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Guðmundur Ágúst reyndi einnig við úrtökumótið fyrir Nordic League atvinnumótaröðina en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Guðmundur Ágúst er á samtals 1 undir pari (73 71 68) og er í 44. sæti.
Sjá má stöðuna hjá Guðmundi með því að SMELLA HÉR:
Axel Bóasson (GK), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Pétur Freyr Pétursson (GM.) og Ólafur Björn Loftsson (GKG) reyndu sig allir á úrtökmótinu fyrir Evrópumótaröðina 2016 og féllu þeir allir úr keppni á 1. stiginu.
Aldrei áður hafa jafnmargir keppendur frá Íslandi keppt í karlaflokki á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Og þar að auki hafa aldrei jafnmargir karlar komist inn á 2. stigið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
