Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Olesen m/ 7 högga forystu f. lokahringinn á TAO

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er í efsta sæti með 7 högga forystu á næsta mann fyrir lokahring Turkish Airlines Open (TAO), sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Olesen er samtals búinn að spila á 18 undir pari, 195 höggum (65 62 68).

Glæsilegt skor – allt vel undir 70 – og Olesen þar að auki með 7 högga forskot á næstu menn, þ.e. 5 kylfinga hóp, sem deilir 2. sætinu á samtals 11 undir pari, hver – þ.á.m. er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero.

Sjá má hápunkta 3. dags á TAO með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á TAO e. 3. dag með því að SMELLA HÉR: