Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2016 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-93 og Egill Ragnar T-109 e. 1. dag á Hawaíi

Það er óhætt að segja að „strákarnir okkar“ Rúnar Arnórsson, GK og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, í bandaríska háskólagolfinu hafi ekki átt neina draumabyrjun  Ka’anapali Classic mótinu, á Maui, í Hawaíi í gær.

Keppt er á keppnisvelli Ka’anapali GC og stendur mótið 4.-6. nóvember 2016.

Þetta er fremur stórt mót en keppendur eru 132 frá 24 háskólum.

Jafnframt er þetta síðasta mót Rúnars og Egils Ragnars á haustönn, en næstu mót liðanna eru ekki fyrr en á næsta ári, 2017.

Rúnar lék 1. hring á 7 yfir pari, 78 höggum og Egill Ragnar lék á 9 yfir pari, 80 höggum og er T-109.

Lið Rúnars, Minnesota er í 14. sæti meðan lið Egils Ragnars, Georgia State er T-15 af 24 liðum.

Fylgjast má með gengi Íslendinganna með því að SMELLA HÉR: