Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: LET
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2016 | 11:00

LET: 4. hringur Fatima Bint Mubarak Open í beinni

Sjá má 4. hring Fatimu Bint Mubarak Open í beinni með því að SMELLA HÉR: 

Fyrstu tvo dagana var Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir í efsta sæti en hún gaf aðeins eftir 3. hringinn, sem hún spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum.

Við það fór hún úr efsta sætinu í 5. sætið.

Á lokahringnum virðist enn síga á ógæfuhliðina, en Ólafía heldur áfram ferð sinni niður skortöfluna – er á sléttu pari eftir 13 holur á lokahringnum.

Á það er hins vegar að líta að þetta er besti árangur Ólafíu á LET að svo komnu máli og gott fyrir hana að vera komin með blóðbragðið á tunguna – og kanna aðeins útsýnið af toppnum…. virðist ekki langt í að henni takist að taka toppsætið í einhverju mótinu.   Árangur Ólafíu í mótinu sýnir bara að hún á svo sannarlega heima meðal þeirra allra bestu í Evrópu …. ef ekki heiminum, ef vel gengur í LPGA úrtökumótinu, sem er meðal næstu verkefna Ólafíu.

Til þess að sjá stöðuna á Fatimu Bint Mubarak Open SMELLIÐ HÉR: