Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2016 | 14:00

LET: Ólafía T-5 e. 3. hring í Abu Dhabi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 2. hringinn í dag á Fatima Bint Mubarak Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour).

Spilað er í Saadiyat Beach Golf Club, í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og stendur mótið dagana 2.-5. nóvember 2016.

Því miður gekk ekki eins vel í dag og undanfarna 2 daga en Ólafía kom í hús á 2 yfir pari 74 höggum!

Á hringnum fékk Ólafía 4 skolla og 2 fugla.

Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á 11 undir pari 205 höggum (65 66 74) og kemur hringurinn í dag alveg eins og skrattinn úr sauðaleggnum eftir frábæra frammistöðu undanfarinna daga; 9 og 8 högga sveifla milli hringja!!!

Georgia Hall frá Englandi sem var í ráshóp með Ólafíu trónir nú á toppi skortöflunnar; lék á 5 undir pari, 67 höggum í dag og er samtals á 15 undir pari, 4 höggum á undan Ólafíu.

Til þess að sjá stöðuna á Fatima Bint Mubarak Ladies Open SMELLIÐ HÉR: