Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 12:30

Gary Player áskorunin á 81. afmælisdaginn!

Ein af golfgoðsögnunum tveimur, sem enn er á lífi, Gary Player á 81. árs afmæli í dag.

Hann er að hvetja alla til að taka þátt í áskorun um að setjast upp 81. sinnum í dag í tilefni afmælisins.

Player hefir alla ævi verið mikill hvatamaður að því að stunda líkamsrækt samhliða golfinu.

Honum finnst ekki aðeins líkamsræktin bæta frammistöðuna í golfinu heldur líka heilsuna almennt og því hvetur hann golfaðdáendur um allan heim að halda upp á afmælið með sér á þennan hátt.

Player vonast til að eins margir og mögulegt taki þátt og „pósti“ síðan mynd af sér á félagsmiðlunum með hendur bakvið hnakka í einni æfingunni við að setjast upp hashtag #81situps4Gary.

Nú þegar hafa nokkrir tekið þátt m.a. allt suður-afríska rugby-liðið.

1-a-rugby