Egill Ragnar Gunnarsson, GKGi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar lauk keppni T-52 í N-Karólínu

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, sem spilar með háskólaliði Georgía State tók þátt í Bridgestone Golf Collegiate mótinu, sem fram fór dagana 30.-31. október og lauk því í dag.

Mótið, sem var hefðbundið tveggja daga mót þar sem spilaðar voru 54 holur fór fram á par-72 Vesturvelli Grandover Resort & Conference Center í Grandover Resort í Greensboro, Norður-Karólínu.

Þátttakendur voru 84 frá 13 háskólum.

Egill Ragnar var ekki hluti af liði Georgia State að þessu sinni en keppti sem einstaklingur og varð T-52.

Hann lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 72 72).

Sjá má lokastöðuna á Bridgestone Golf Collegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Georgia State er í Hawaíi dagana 4.-6. nóvember n.k.