Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2016 | 07:00

WGC: Kuchar fékk ás … en ekki Cadillac-inn

Matt Kuchar fór holu í höggi á par-3 17. brautinni á HSBC heimsmótinu á 3. hring í gær.

Við höggið góða notaði hann 5-járn og kláraði hringinn á 4 undir pari.

Í verðlaun fyrir ásinn átti að vera glænýr, ótrúlega flottur Cadillac.

En svo varð að lesa smáa letrið.

Það sagði nefnilega að hver sá sem slægi 212 yarda og fengi ás á holunni, fengi bílinn.

Mótshaldarar voru búnir að færa teiginn, þannig að hann var aðeins 193 yarda frá holu …. og Kuchar fékk ásinn …. en ekki Cadillac-inn.

Sjá má myndskeið af Kuchar þegar hann fékk ásinn með því að SMELLA HÉR: