Paula er gríðarlega vinsæl í Japan – Árið 2005 sigraði hún á NEC mótinu í Japan – Myndin er tekin þar!
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2016 | 05:00

LPGA: Paula Creamer á 64 e. 3. hring Sime Darby

Verið er að spila 3. hring á Sime Darby mótinu og eiga margar þær bestu eftir að ljúka leik.

Paula Creamer er ein þeirra sem lokið hefir 3. hring og það á feykigóðu skori, 7 undir pari, 64 höggum!

Þar með skaust hún upp í 12. sætið úr 43. sætinu sem hún var í …. eins og staðan er núna – þetta er e.t.v. ekki endanlegt, en ljóst er að hún fer upp skortöfluna.

Á hringnum góða fékk Creamer 8 fugla og 1 skolla en golfvöllur Kuala Lumpur Golf & Country Club í Bukit Kiara Kuala Lumpur, þar sem mótið fer fram er par-71.

Til þess að fylgjast með stöðuna á Sime Darby mótinu SMELLIÐ HÉR: