Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2016 | 10:30

WGC: Matsuyama leiðir í hálfleik á HSBC

Hideki Matsuyama fékk 9 fugla við kaldar aðstæður í Peking og það dugði honum í 7 undir pari, hring upp á 65 högg.

Matsuyama er með 3 högga forystu á þá sem næstir koma búinn að spila á samtals 13 undir pari 131 höggi (66 65) á  World Golf Championships-HSBC Champions eins og HSBC heimsmótið heitir upp á ensku.

Í 2. sæti eru Russell Knox frá Skotlandi, sem á titil að verja og Bill Haas, en þeir eru báðir búnir að spila á 10 undir pari, 134 höggum.

Rory McIlroy, þarfnast sigurs á mótinu til þess að hann hafi 3 ár í röð náð heimstitli – hann reyndi sitt besta en er T-7 á samtals 7 undir pari, 137 höggum.

Rickie Fowler hóf leikinn með 2 skollum og náði sér aldrei á hringnum – hann var á 73 höggum og er T-11 á 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á HSBC heimsmótinu, sem fram fer í Shanghai SMELLIÐ HÉR: