Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2016 | 09:45

LET: Slæmt gengi Ólafíu á seinni 6 2. hrings – síðustu 3 VERÐUR að spila vel… til að komast g. niðurskurð!

Nú er aldeilis óvíst hvort Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komist í gegnum niðurskurð á Sanya Ladies Open.

Vá, varla hægt að líta af henni, þá skipast veður í lofti!

Eftir frábæran fyrri hálfleik þá gekk allt á afturfótunum á seinni 6 …. á fyrstu 4 holunum á seinni 9 fékk Ólafía skolla, 4 skolla í röð og það er sjokk sem erfitt er að jafna sig á, á stuttum tíma ….. og nú á aðeins eftir að spila 3 holur þar sem berjast verður og gefa allt!

Á 5. holu á seinni hring þ.e. þeirri 14. sá Ólafía aðeins til sólar en þar náði hún að taka ósköpin aftur með glæsifugli! Á 6. holu (þeirri 15.) kom síðan par – og vonandi komið jafnvægi á hlutinia.

Sem stendur er Ólafía samtals 5 yfir pari þegar 3 holur eru eftir og niðurskurður miðaður nú við 4 yfir pari – þannig að á einhverjum holunum VERÐUR Ólafía að fá 1 fugl – ein par-5  eftir (sem hún fékk skolla á í gær) og tveir par-fjarkar!

Spennandi 3 holur framundan! Hér má fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: