Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2016 | 08:14

LET: Ólafía færist upp skortöfluna – Er á -1 e. 9 holu spil á 2. hring Sanya mótsins í Kína!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í LET mótinu Sanya Ladies Open, sem fram fer í Yalong Bay GC í Sanya í Kína.

Þegar 2. hringurinn er hálfnaður er Ólafía Þórunn á 1 undir pari á hringnum.

Hún er búin að spila skynsamlega paraði allar fyrstu 8 holurnar og fékk fugl á par-5, löngu 515 m holunni.

Vegna fuglsins er hún nú samtals á 2 undir pari og niðurskurður nú miðaður við 4 yfir pari eða betra, þannig að í augnablikinu líta hlutirnir vel út.

Hins vegar geta 9 holur af golf breytt öllu – en vonandi er að Ólafía haldi út og haldi áfram á þessari braut. Áfram Ólafía!!!

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: