Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2016 | 06:45

LET: Ólafía dansar á niðurskurðarlínunni – á parinu e. 6 holur á 2. hring í Kína!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Sanya Ladies Open, sem fram fer í Yalong Bay GC í Sanya, í Kína.

Fyrsta hringinn lék Ólafía Þórunn á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 4 skolla og 1 fugl.

Nú á öðrum hring er Ólafía Þórunn búin að spila 6 holur eða 1/3 hluta af 2. hring og er á parinu; búin að fá pör á tveimur holum sem hún var með skolla á fyrri hringinn!!!

Niðurskurður er sem stendur miðaður við 3 yfir pari og betra skor og Ólafía Þórunn sem stendur að dansa á niðurskurðarlínunni, nákvæmlega á 3 yfir pari og má engu muna.

Vonandi er að hinar 12 holurnar spilist eins vel og það sem komið er!!!

Fylgjast má með baráttu Ólafíu Þórunnar að komast í gegnum niðurskurð á hinu gríðarsterka Sanya móti með því að SMELLA HÉR: