Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2016 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk leik í Las Vegas með frábærum 68 hring!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk leik á Las Vegas Collegiate Showdown, en mótið fór fram dagana 23.-25. október 2016 í Las Vegas, Nevada.

Stytta varð mótið vegna veðurs í 36 holu mót, en upprunalega átti að spila 54 holur.

Guðrún Brá var á besta skori Fresno State samtals 4 undir pari (72 68) og varð T-15 í einstaklingskeppninni.

Fresno State hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Las Vegas Collegiate Showdown með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er síðasta mót Guðrúnar Brá á haustönn, en nú taka við próf og verður ekki keppt aftur fyrr en á næsta ári á Gold Rush mótinu 27. febrúar 2017, en mótið fer fram á í Old Ranch CC á Seal Beach í Kaliforníu.