Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 08:00

PGA: Frábær ás Na á 3. hring CIMB Classic

Högg dagsins í fyrradag á CIMB Classic (3. hring), sem nú er nýlokið, átti Kevin Na.

Draumahöggið sló Na á par-3 8. holu á TPC Kuala Lumpur í Malasíu.

Brautin er 177 yarda (eða 162 metra) löng.

Frábært hjá Na, sem ávallt er undir smásjánni vegna „vaggana“ hans viðsjárverðu, (í upphafsrútínu hans) sem eru að gera alla samkeppendur hans vitlausa!

Þess mætti geta að Na varð T-29 á CIMB Classic, með hringi upp á 9 undir pari, 279 högg (70 69 71 69) og má sjá að ásinn kom á slakasta hring Na.

Til þess að sjá ás Na SMELLIÐ HÉR: