Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2016 | 08:30

Swing Thought Tour: Þórður Rafn í 4. sæti í Flórída e. 2. dag

Þórður Rafn Gissurarson tekur þátt í móti á  Swing Thought Tour í Flórída, sem ber heitið Orange County National- Panther Lake, FL (54) – Q School Prep Series.

Mótið stendur 17.-20. október 2016 og lýkur því í dag.

Spilað er á Orange County National – Panther Lake vellinum.

Þórður Rafn er samtals búinn að spila á 5 undir pari, 139 höggum (64 75) og er í 4. sæti fyrir lokahringinn, sem eins og segir verður leikinn í dag.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: