Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2016 | 12:00

Jason Day segir Tiger finna til í bakinu

Jason Day hefir enga trú á að Tiger Woods muni snúa aftur í keppnisgolfið fyrr en á árinu 2017.

Hann finnur enn til í bakinu,“ sagði Jason Day sem er í miklu sms-sambandi við vin sinn Tiger.

Samt er Tiger enn skráður í Hero World Challenge.

Líta ber á að Tiger dró sig úr fyrsta móti PGA Tour keppnistímabilsins 2016-2017, Safeway Open, sem hann ætlaði að taka þátt í og jafnframt dró hann sig úr Turkish Airlines Open, móti á Evróputúrnum.

Ég hafði aldrei neina trú á að hann myndi koma aftur á þessu ári (2016),“ sagði Jason Day.

Ég held að hann sakni þess að vera ekki þarna úti, sem er skiljanlegt vegna þess að keppnin er svo ávanabindandi,“ sagði Day sem er í miklu sms-sambandi við hinn 40 ára vin sinn (Tiger).

Hann sá Phil Mickelson spila vel á Opna breska og það kom honum af stað.  En hann veit að hann flýtir batanum ekkert.“

Ég tel að við munum sjá hann keppa á næsta ári,“ sagði Day.  „En ég er ekki viss um hvenær.“