Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2016 | 08:00

Lyle snýr heim til Ástralíu

Saga ástralska kylfingsins Jarrod Lyle er vel þekkt, en hann þurfti að vera stórum frá keppnum á PGA Tour vegna baráttu sinnar við hvítblæði.

Nú er kominn tími hjá Lyle að hefja nýjan kafla í lífi sínu, en hann ætlar að snúa heim til Ástralíu og spila golf þar.

Lyle mistókst að halda korti sínu á PGA Tour eftir að hann hafði fengið undanþágu til að spila á mótaröðinni.

Hann virðist þó ekkert sakna þess, er sáttur m.a. að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni þ.á.m. nýjustu viðbótinni í fjölskyldunni, annarri dóttur sinni, Gemmu.

Ég vil enn spila golf. En það er fyrnt yfir það hér í Bandaríkjunum. Ég vil spila eins mikið og ég get, spila í öllum áströlskum mótum sem ég get og líka í nokkrum pr0-am-um,“ sagði Lyle.

Það er bara næs að vera heima og spila frammi fyrir áströlskum áhorfendum og þurfa ekki að yfirgefa fjölskyldu mína í 3 mánuði og koma síðan heim og endurnýja kynnin við dætur mínar.“