Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2016 | 16:15

PGA: Harbour Town golflinksarinn skemmdist í stormi

Hreinsunarframkvæmdir eru í gangi á Harbour Town golflinksaranum á Hilton Head nesinu í Suður-Karólínu, eftir að hvirfilbylurinn Matthew olli þar usla.

Á Hilton Head hefir RBC Heritage farið fram á hverju ári frá árinu 1969.

Staðurinn skemmdist eftir að hvirfilbylurinn sem mældist 90 mílur/klst gekk þar um.

Í Sea Pines (sem er afgirt íbúðarhverfi á vellinum) er fullt af trjám Á húsum og mikið af vatni fyrir aftan nýja Plantation golfklúbbinn,“ sagði bæjarstjórinn Steve Riley. „Svo virðist sem Harbour Town hafi orðið illa úti.“

Næsta RBC Heritage PGA Tour mót á að fara fram 11.-14. apríl á næsta ári, vikuna á eftir Masters risamótinu og það er vonandi að hreinsunarframkvæmdum verði lokið þá og allt verði fallið í ljúfa löð og vanbundið ástand komið á hluti í Hilton Head.