Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 08:00

LPGA: Alison Lee efst í Kóreu f. lokahringinn

Bandaríski kylfingurinn Alison Lee er efst fyrir lokahring LPGA KEB Hana Bank Championship, sem fram fer í Icheon í Suður-Kóreu.

Lee er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (65 70 68).

Í 2. sæti er Brittany Lang, 3 höggum á eftir á samtals 10 undir pari og í 3. sæti In Kyung Kim á 9 undir pari.

Sjá má hápunkta í leik Alison Lee með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. hrings LPGA KEB Hana Bank mótsins með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Hana Bank mótinu SMELLIÐ HÉR: