Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 07:00

GS: Opið haustmót í dag!

Haustmótaröðin hjá Golfklúbbi Suðurnesja (GS) hefst í dag, 15. október 2016 með 1. móti haustsins.

87 kylfingar eru skráðir í mótið þar af 5 kvenkylfingar.

Opna haustmót GS fer fram í október og nóvember 2016. Fyrirhugað er að leika á laugardögum en dagsetningar eru; 15., 22. og 29. október og 5. og 12. nóvember 2016. Til vara verður leikið á sunnudögum ef veðurspá gefur tilefni til.
Þetta er fimm sjálfstæð mót en fyrir hvert mót eru veitt verðlaun fyrir;

1.sæti án forgjarfar – Glæsilegur verðlaunapakki frá Bláa lóninu
1.sæti punktar – Glæsilegur verðlaunapakki frá Bláa lóninu.
2.sæti punktar – Gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði
3.sæti punktar – Gising á Hótel Keflavík.

Nándarverðlaun á 16 og 18.braut.

Það eru Bláa Lónið og Golfbúðin í Hafnarfiriði sem eru styrktaraðilar mótaraðarinnar.

Hámarksforgjöf karla er 28 og 36 hjá konum.