Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 01:00

PGA: Bill Haas einn fárra í efri kanti skortöflu, sem tókst að ljúka hring sínum á 2. degi Safeway Open – Hápunktar 2. dags

Bill Haas færist upp skortöfluna á 1. móti keppnistímabilsins 2016-2017 á PGA Tour, en hann var einn af fáum í efri hluta skortöflunnar, sem tókst að ljúka hring sínum á 2. keppnisdegi.

Fæstum tókst að klára hringi sína vegna myrkurs og verður lokið við 2. hring, seinna í dag þ.e. laugardagsmorguninn 15. október 2016.

Í efsta sæti eftir 2. dag er enn Scott Piercy, sem hóf mótið á vallarmeti (62 höggum) og er nú í lok 2. dags á 14 undir pari, þegar hann á 6 holur eftir óspilaðar.

Piercy á 2 högg á Johnson Wagner og 3 högg á Paul Casey, sem eru í 2. og 3. sæti með 4 og 6 holur óspilaðar, en báðir eiga eftir að ljúka 2. hring.

Í 4. sæti er síðan Haas ásamt þeim Seung-Yul Noh og Troy Merritt, en báðir þeir síðarnefndu eiga eftir að ljúka hringjum sínu.

Sjá má hápunkta 2. dags á Safeway Open með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: