Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 21:00

Evróputúrinn: 4 á toppnum á British Masters – Hápunktar 1. dags

Það eru 4, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag British Masters, þeir: Tommy Fleetwood, Richard Sterne, Mikko Ilonen og Marc Warren.

Þeir hafa allir spilað á 5 undir pari, 66 höggum.

Í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir er annar hópur 7 kylfinga, sem í eru m.a. Alex Noren og Lee Westwood.

Sjá má hápunkta 1. dags á British Masters með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna á British Masters eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: