Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 09:45

LPGA: Alison Lee leiðir á Hana Bank mótinu í Kóreu e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn Alison Lee sem leiðir á LPGA KEB Hana Bank Championship í Suður-Kóreu, en mótið hófst í dag í Incheon í Suður-Kóreu.  Að venju er spilaður Ocean völlurinn í Sky 72 golfklúbbnum.

Lee lék 1. hringinn á 7 undir pari, 65 höggum og hefir 3 högga forystu á hóp 5 kylfinga, sem allar deila 2. sætinu á 4 undir pari, 69 höggum.

Það eru Anna Nordqvist frá Svíþjóð, Lizette Salas frá Bandaríkjunum; In Kyung Kim og Jeong Min Cho frá Suður-Kóreu og Karine Icher frá Frakklandi.

Þess mætti geta að nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, fékk tvo fugla á síðustu 2 holurnar og rétt bjargaði skorinu þar með í 3 yfir par, 75 högg og er T-63 og óþægilega nálægt niðurskurðarlínunni.

Það er Lexi Thompson, sem á titil að verja.

Sjá má stöðuna á KEB Hana Bank Championship með því að SMELLA HÉR: