Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 11. sæti á Pinehurst Challenge

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í Pinehurst Challenge í Norður-Karólínu.

Mótið stóð dagana 10.-11. október 2016 og lauk í gær.

Gunnhildur lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (77 76 81) og lauk keppni T-76 í eintaklingskeppninni.

Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Elon varð í T-11 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Pinehurst Challenge með því að SMELLA HÉR: