Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1 Úrtökumót Nordic Golf: Andri Þór T-3! 3: Andri, Björn og Haraldur komust á lokastigið!
Alls hófu sjö íslenskir kylfingar leik á úrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina:
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,
Haraldur Franklín Magnús, GR,
Björn Óskar Guðjónsson, GM,
Theodór Emil Karlsson, GM,
Andri Þór Björnsson, GR,
Tumi Hrafn Kúld, GA,
Hrafn Guðlaugsson, GSE,
Til stóð að Sturla Höskuldsson, GA, golfkennari reyndi líka fyrir sér í mótinu en hann mætti ekki.
Af ofangreindum 7 sem tóku þátt í mótinu komust 3 Íslendinganna inn á lokastigið, sem fram fer 13.-15. október n.k., en aðeins 22 efstu af 78 þátttakendum mótsins komust áfram.
Þessir 3 Íslendingar voru Andri Þór Björnsson, GR en hann náði þeim frábæra árangri að landa 3. sætinu. Skor hans var 2 undir pari, 142 högg (73 69).
Haraldur Franklín Magnús, GR, var líka á glæsilegu skori samtals 1 undir pari, 143 höggum og varð í 6. sæti.
Björn Óskar Guðjónsson, GM var síðan 3. Íslendingurinn inn á lokastigið með stórfínt skor upp á 2 yfir pari, 146 högg (72 74) en hann varð í 14. sæti.
Leikið var á Trent Jones JR. vellinum í Danmörku og voru þátttakendur 78 í þessum hluta úrtökumótsins.
Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
