Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar og Louisiana T-5 á David Toms

Aron Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og The Ragin Cajuns, golflið Louisiana tóku þátt í David Toms Intercollegiate, en mótið fór fram í Baton Rouge, Louisiana.

Spilaðir eru 3 hringir á 2 dögum, 8.-9. október 2016 og voru þátttakendur 78 frá 14 háskólum.

Aron lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (77 74 76) og varð T-22 í einstaklingskeppninni.

Ragnar Már lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (78 75 75) og varð T-26 í einstaklingskeppninni.

Golflið Louisiana, The Ragin Cajuns varð T-5  í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Arons, Ragnars Más og the Ragin Cajuns verður haldið 31. október á Hawaii.