Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk leik T-12 á Ron Moore mótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið hennar Fresno State í bandaríska háskólagolfinu léku nú um helgina Ron Moore Women´s Intercollegiate, en mótið fór fram í Highlands Ranch golfklúbbnum í Littleton, Colorado.

Þátttakendur voru 102 frá 18 háskólum og mótið stóð dagana 7.-9. október 2016.

Guðrún Brá lék samtals á 1 yfir pari, 217 höggum (75 73 69) og lék sífellt betur eftir því sem leið á mótið.

Á stórglæsilegum lokahring sínum upp á 3 undir pari, 69 högg fékk Guðrún Brá 5 fugla, 11 pör og 2 skolla!

Guðrún Brá lauk keppni T-12 í einstaklingskeppninni, þ.e. deildi 12. sætinu með 6 öðrum kylfingum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Ron Moore Women´s Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er í Las Vegas 23. október n.k.