Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 14:45

Neil Lennon stjóri Hibernians fékk ás!

Neil Lennon framkvæmdastjóri Hibernians í skosku deildinni, sem áður m.a. stjórnaði Celtics fór holu í höggi nú nýverið.

Líkurnar á að fara holu í höggi eru 12.500 á móti einum; en Lennon náði draumahögginu í Kilspindie golfklúbbnum í  Aberlady, East Lothian.

Umboðsmaður Lennon og náinn vinur Martin Reilly upplýsti: „Ég frétti af þessu u.þ.b. 10 mínútum eftir að ásinn var staðreynd – hann gerði sér far um að hringja í mig!

Hann er svolítið ólíkindatól sem kylfingur. Hann hefir verið ansi nálægt þessu nokkrum sinnum þannig að þetta kom ekki á óvart.

Hann spilar ekki golf þarna venjulega. Vinur hans bauð honum og hann gaf honum svo sannarlega eitthvað til að minnast; hann spilaði vel, fékk ásinn og var yfir sig ánægður.“

Draumahögg Lennon kom á par-3 8. braut Kilspindie sem er 167 yarda (153 metra).

Sjá má heimasíðu Kilspindie með því að SMELLA HÉR: – eflaust margir Íslendingar, linksunnendur og Skotlandsfarar sem kannast við þennan vinalega völl!!!