Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 08:15

LPGA: Ha Na Jang sigraði á Fubon Taiwan LPGA Championship

Það var Ha Na Jang frá Suður-Kóreu sem sigraði á Fubon Taiwan LPGA Championship.

Jang var með 6 högga forystu fyrir lokahringinn en Shanshan Feng frá Kína gerði harða atlögu að Jang og náði að minnka muninn í 1 högg.

Samtals lék Ha Na Jang á 17 undir pari, 271 höggi (69 69 62 71).  Feng lék á 16 undir pari, 272 höggum (70 69 67 66) og dugði glæsilokahringur Feng upp á 6 undir pari, 66 högg ekki til sigurs.

Þriðja sætinu deildu Brooke Henderson og Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Fubon Taiwan LPGA Championship með því að SMELLA HÉR: