Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sigurvegari 7. móts Íslandsbankamótaraðarinnar 2013.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva og Boston í 14. sæti e. 1. dag í Conneticut

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, leikur með liði Boston University í bandaríska háskólagolfinu.

Særós Eva 3. f.h. og golflið hennar í Boston University. Mynd: Boston University

Særós Eva 3. f.h. og golflið hennar í Boston University. Mynd: Boston University

Hún spilar nú í fyrsta skipti á Yale Women’s Intercollegiate, en það er Yale háskóli í Conneticut sem er gestgjafi mótsins.

Þátttakendur í mótinu eru 103 frá 19 háskólum.

Golflið Særósar Evu, The Terriers í Boston University eru í 14. sæti eftir 1. dag.

Særós Eva lék 1. hring sinn á Yale Women´s Intercollegiate á 9 yfir pari, 80 höggum og er T-71 í einstaklingskeppninni.

Til þess að fylgjast með Særósu Evu og stöðunni á  Yale Women’s Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: