Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1 Úrtökumót f. Evróputúrinn: GR-ingarnir 3 fóru allir á 2. stig!!!
GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust allir áfram af 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Alls komust 23 efstu kylfingarnir áfram og var Guðmundur Ágúst í 23. sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Andri Þór Björnsson endaði í 8. sæti og Haraldur Franklín í 18. sæti.
Sjá má skorið á Frilford Heath á Englandi með því að SMELLA HÉR:
Andri Þór lék lokahringinn á -4 eða 68 höggum og endaði hann á -4 samtals, Haraldur Franklín var á pari vallar á lokahringnum og -2 samtals. Guðmundur Ágúst lék eins og áður segir á 67 höggum eða -5 þegar mest á reyndi og endaði hann á pari vallar.
Þetta er í fyrsta sinn sem þríeykið úr GR tekur þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Alls reyndu 8 íslenskir karlkylfingar sig við 1. stig úrtökumótsins og komust fjórir þeirra áfram og eru þeir allir úr GR. Þórður Rafn Gissurarson, Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín.
Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson og Pétur Freyr Pétursson komust ekki áfram eftir 1. stigið.
2. stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum dagana 4.-7. nóvember á Spáni.
Keppt er á eftirtöldum völlum:
Panoramica Golf & Sport Resort, Castellón.
Lumine Golf & Beach Club, Tarragona.
Las Colinas Golf & Country Club, Alicante.
Campo de Golf El Saler,Valencia.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
