Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 12:00

Ecco Tour: Axel fór ekki g. niðurskurð í Danmörku

Axel Bóasson, GK,  tók þátt í Race to Himmerland PRO/AM, sem fram fer í Himmerland Golf & Spa Resort í Danmörku.

Mótið stendur dagana 6.-8. október 2016.

Axel lék 2. hringinn á 71 höggi, en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurð.

Samtals lék Axel á 8 yfir pari, 151 höggi (80 71) og var T-54 af 74 keppendum.

Efstur e. 2. hringi er Svíinn Oscar Lengdén á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Race to Himmerland PRO/AM SMELLIÐ HÉR: