Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 10:00

LPGA: Ha Na Yang og Hee Young Park leiða á Fubon LPGA Taiwan Championship e. 2. dag

Það eru þær stöllur Ha Na Yang og Hee Young Park frá Suður-Kóreu sem eru efstar og jafnar á Fubon LPGA Taiwan Championship í hálfleik mótsins.

Báðar eru þær búna að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69).

Fjórar deila síðan 3. sætinu, þar Brooke Henderson, Lee Anne-Pace, Shanshan Feng og So Yeon Ryu; allar á samtals 5 undir pari og því aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum tveimur.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: