Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 08:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Íslandsmeistarinn í höggleik 2016 lék lokahringinn á -1 eða 71 höggi en það dugði ekki til.

Samtals var hann á +2 (70-76-73-71) en 25 efstu kylfingarnir komust áfram.

Birgir endaði í 39. sæti en mótið fór fram á Ítalíu.

Þetta var í 18. sinn sem Birgir Leifur tekur þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina og þetta er í fyrsta sinn sem hann nær ekki að komast inn á 2. stig úrtökumótsins.

Sjá má lokastöðuna á Ítalíu með því að SMELLA HÉR: 

 

Texti: GSÍ