Pieters vill spila á PGA Tour en líkar ekki við Bandaríkjamenn
Hetjan í tapliði Evrópu í Rydernum var nýliðinn Thomas Pieters, frá Belgíu, en hann hefir sagt að hann sækist eftir korti á PGA tour.
Nicolas Colsaerts, landi Pieters og vinur býst samt ekki við að sjá hann spila í Bandaríkjunum „vegna þess að honum (Pieters) líkar ekki svo við Bandaríkjamenn.“
Colsaerts leigir hús með Pieters en báðir taka þeir þátt í móti Evrópumótaraðarinnar Dunhill Links Championship – sem fram fer á einhverjum þekktustu golfvöllum veraldar: St Andrews, Kingsbarns og Carnoustie.
„Við höfum talað svolítið um (að spila í Bandaríkjunum),“ sagði Colsaerts um vin sinn, sem var við nám í Bandaríkjunum, nánar tiltekið University of Illinois.
„Ég held ekki að hann myndi vilja vera umkringdur Bandaríkjamönnum 365 daga ársins. Fólk heldur að hann hafi farið til Bandaríkjanna aðeins til þess að spila á PGA Tour, en hann hefir sýnt það í Rydernum, m.a. þegar hann sussaði á áhorfendur og með því að spila eins og hann gerði að honum líkar ekki allt of vel við þá.“
Pieters hefir sagt að reynsla hans í Illinois hafi verið „afgerandi fyrir þróun hans (í golfinu)“ en hann hefir viðurkennt að það að „venjast lífinu í Bandaríkjunum hafi verið mjög erfitt.„
Hann (Pieters) hætti í skóla til þess að verða atvinnumaður á Evróputúrnum og þó hann hafi vakið athygli í s.l. viku – þegar hann varð fyrsti Evrópubúinn í Ryder sögunni til þess að hljóta 4 stig í fyrsta spili sínu á Rydernum – þá telur Colsaerts að hann muni standast freistinguna að verða á fullu á PGA Tour.
Pieters er einn af 5 í liði Darren Clarke sem keppa á Dunhill. Hinir eru Lee Westwood, Danny Willett, Matthew Fitzpatrick og Rafael Cabrera Bello.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
