Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2016 | 10:55

Úrtökumót f. Evróputúrinn: 4 íslenskir kylfingar hefja leik í dag á Englandi og Ítalíu

Fjórir íslenskir kylfingar hefja leik í dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús leika allir á Frilford Heat vellinum á Englandi. Þetta er fyrsta tilraun þeirra við úrtökumótið.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur leik á Ítalíu á 1. stigi úrtökumótsins en þetta er í 18. sinn sem Birgir Leifur reynir við úrtökumótið. Hann hefur tvívegis farið alla leið inn á Evrópumótaröðina og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð þeim árangri.

Sjá má skorið á Frilford Heath á Englandi með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má skorið á Bogogno á Ítalíu með því að SMELLA HÉR: 

Texti: GSÍ