Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2016 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 8. sæti – Bjarki T-13 e. 1. dag CSU Inv.

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State hófu í gær leik á Cleveland State University Invitational (skammst. CSU Inv.)

Þátttakendur eru 72 frá 11 háskólum.

Gísli hefir leikið á samtals 5 undir pari, 139 höggum (68 71) fyrsta daginn og er í 8. sæti.

Bjarki er búinn að spila á samtals 2 undir pari, 142 höggum (70 72) og er T-13 eftir 1. dag.

Sjá má stöðuna á CSU Inv. með því að SMELLA HÉR: